fimmtudagur, janúar 22, 2009

Bækur

Ég er búinn að lesa slatta að undanförnu.

1) Ég fékk Síðasta Fyrirlesturinn í jólagjöf. Ég hafði áður horft á síðasta fyrirlesturinn á netinu, og kynnt mér þennan gaur aðeins, séð viðtöl og þætti. Það var því fátt nýtt í bókinni. Ágætis jákvæðnislesning samt. Lífið og dauðinn.

2) Einnig las ég bókina Áður en ég dey. Önnur bók um dauðann, en öðruvísi. Mun sorglegri en samt ágætlega hressandi. Mjög góð bók.

3) Blikkkóngarnir. Þessa fékk ég í afmælisgjöf. Skuggalega beitt og skemmtileg bók um menn sem búa í húsum úr blikki. Meðmæli.

Næst á dagskrá eru svo Stríðsmenn Salamis.

Efnisorð: