mánudagur, janúar 12, 2009

30

Það voru sálræn tímamót í gær þegar ég varð þrítugur. Tíminn flýgur áfram. Mér finnst eins og ég sé örstutt síðan ég hélt uppá tvítugsafmælið mitt í Fram-heimilinu gamla. Það var hörku partý (Jú-das).

En þetta var góður dagur. Ég bauð fjölskyldunni í mat (Suðræna Selfoss Súpu, uppskrift væntanleg) og fór svo á Sjávarkjallarann um kvöldið. Það er helvíti fínn staður. Örugglega í top-5 á Íslandi myndi ég halda. Frekari hátíðarhöld verða fljótlega.

Ég fékk mikið af hamingjuóskum sem skiptast ca. svona:
Facebook skilaboð (85%).
SMS (10%)
Símtöl (5%).
Ekki það að ég ætli að kvarta eða vera með nöldur, en mér finnst frekar súr þróun. Ég kann allavega ennþá betur að meta símtalið.

Efnisorð: