þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Who moved my cheese?

Síðastliðinn föstudag hætti ég störfum hjá Byr Sparisjóð. Ráðningasamningi mínum var að ljúka og hann var ekki endurnýjaður. Þessi niðurstaða kom lítið á óvart í ljósi aðstæðna á mörkuðum og ég skil sáttur við Byr. Ég er alls ekki fúll og í rauninni bara spenntur fyrir því að prófa eitthvað algjörlega nýtt...

Það er nefnilega þannig að breytingar eru oftast góðar. Ég var búinn að starfa við það sama í 4 1/2 ár, var búinn að mennta mig mikið í þeim fræðum, en var samt ekkert endilega á því að þetta yrði málið endalaust. Núna hefst nýr kafli í mínu lífi og vonandi verður hann jafn skemmtilegur og síðasti kafli.

*****************************************

Á föstudag mun ég hefja störf sem þjónn hjá Grand Hótel Reykjavík.

Ég leitaði sjálfur eftir því að starfa hjá hóteli og mér bauðst þetta starf. Ég mun vinna þrjár næstu helgar, föstudag og laugardag frá 16:00-02:00. Allir að mæta á jólahlaðborð!

Framhaldið verður svo að koma í ljós. Ég held að þjónusta við ferðamenn eigi eftir að koma vel útúr þessum þrengingum hérna heima og hver veit nema maður fái að taka þátt í því á einn eða annan hátt. Ég hef allavega engu að tapa og hlakka bara til að prófa þetta.

Efnisorð: