þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Nína...

Ég fór í stúdíó á föstudaginn.
Tónlistarstúdíó Magga Kjartans, hvorki meira né minna.

Ég var með hópi úr vinnunni. Óvissuferð, strákar á móti stelpum, 5 on 5 einvígi í söngi og Maggi dæmir. Hljómar ágætlega á pappír.

Nema hvað, við mætum klukkutíma of seint og Maggi hefur eiginlega engan tíma. En það er samt slegið til, klárað málið.

Strákar fyrst, Draumur um Nínu, ooooooggg byrja.

Nú hef ég oft sungið Nínu, en líklega aldrei fyrr en eftir min(4 bjóra). Oft hefur mér jafnvel fundist að ég hafi sungið lagið vel, náð tóntegundinni og verið bara spot on bæði í söng og túlkun. En þá að stund sannleikans....

Við vorum ömurlegir á heildina litið. Málið var að við vorum nokkuð æstir og byrjuðum lagið í alltof hárri tóntegund og þegar leið á réðum við lítið við þetta. En þetta var gaman og vonandi þarf ég aldrei aftur að hlusta á upptöku af laginu.

Maggi Kjartans kom með ráðgjöf (eftir að við sungum). Hann sagði að þetta hafi verið alltof erfitt lag og í rauninni ekki margir sem geta sungið það vel, og hann gekk svo langt að kalla Stebba Hilmars eina af söngkonunum sínum.

Efnisorð: