sunnudagur, júlí 13, 2008

Úlfur...

Ég var í sumarbústað um helgina með Adda, Ingibjörgu og Franklín. Frábær ferð í alla staði; góður félagsskapur, vel gert við sig í mat og drykk, spilað golf, sprellað með krökkunum og almennt stuð.

Og það var farið í pictonary!


Ég er ömurlegur teiknari, ég viðurkenni það. Þar eru dýr minn veikasti hlekkur. Nánast öll dýr hjá mér verða eins.

Þegar ég fékk verkefnið að teikna Úlf á 30 sek, þá fékk ég smá fiðring í magann. Ég byrjaði á bakinu og gerði svo andlitið og beint í lappirnar, allt í einu pennastriki. Eftir 2 fætur dó ég úr hlátri. Hvaða skepna er þetta eiginlega sem ég er að teikna? En ég kláraði. Svo þegar tíminn var búinn og í ljós kom að þetta var úlfur, þá náttúrulega sprakk allt. Myndir. Haukur 29 ára og allur pakkinn.

Ég er enn hlægjandi.

Kristín María var líklega með besta giskið þegar ég spurði hana í morgun hvaða dýr þetta væri.

Skjaldbaka, sagði hún.


Ps. Þetta er slæmur úlfur, en ég hef teiknað verri hest.
Posted by Picasa