miðvikudagur, janúar 16, 2008

Ritgerðir...

Harpa skilar BS ritgerðinni sinni á morgun. Lýkur þá loksins ritgerðarvinnu sem hefur verið meira og minna í gangi síðasta árið. Fyrst ég í nokkra mánuði og svo hún (og Sigga). Ekki gleyma Siggu.

Það er hundleiðinlegt að skrifa ritgerðir - sérstaklega langar lokaritgerðir. Einhverra hluta vegna dreg ég í efa að nokkur maður nennir að lesa svona ritgerðir, nema leiðbeinandinn sem verður að gefa einkunn. Þá kann ég betur við ameríska kerfið, en þar eru ekki lokaritgerðir að því ég best veit. Meira svona praktískt lokaverkefni sem tengist mikilvægu námskeiði. Phúúú á lokaritgerðir.

Það verður fagnað á föstudaginn. Út að borða, nokkrir drykkir og næturpössun. Ég hlakka mikið til að sjá Sigríði í glasi því það hef ég aldrei séð að mig minnir, þrátt fyrir að hafa þekkt hana í bráðum 10 ár.

Til hamingju stelpur.

Efnisorð: ,