þriðjudagur, janúar 29, 2008

Rambo IV

Í kvöld fór ég á sérstaka Landsbanka-forsýningu á Rambo IV sem ég og vinnufélagi minn plögguðum. Myndin verður svo frumsýnd 8. febrúar skilst mér.

Stallone leikur, leikstýrir og skrifar. Einnig leika Ryan Chappelle og Rita úr Dexter stór hlutverk, auk þess sem byssur og hnífar eru mikilvægir þátttakendur. Trailers.



Rambo er náttúrulega Rambo; hann á stað í hjarta hvers karlmanns. Hann er tilfinningamaður og hugsuður, en fyrst og fremst er hann drápsvél og þessi mynd fókuserar á þann hæfileika. Þeir sem vilja huga að persónu Rambo geta horft á myndir 1-3. Hér er mikilvægt að staldra við og líta á tölfræði.

Það er athyglisvert að í fyrstu myndinni drepur Rambo bara einn mann en síðan þá hefur verið góður stígandi og í þessari mynd drepur hann 83. Ég tel reyndar að sá sem taldi þetta hafi farið á klósettið í lokaatriði myndarinnar. Hann hefur kannski ekki gert sér grein fyrir því hversu stutt myndin er og ákveðið að skjótast fyrir lokauppgjörið.

Það var stemning í salnum og fagnað við hvert tækifæri, t.d. tilkomumiklar aftökur. Stundum er gaman í stemningsbíói. Enda voru allir sem ég talaði við himinlifandi (fyrir utan einn). Hann taldi reyndar að Rambo væri hugsanlega að fara hringinn.

Live for nothing, or die for something.

When you're pushed, killing's as easy as breathing.


Einkunn: Fullt hús.

Efnisorð: