Pabbadagur...
Pabbadagar fyrrverandi leikmanna Fram eru reglulegir viðburðir. Á laugardaginn var þriðji dagurinn í seríunni. Í félagsskapnum eru ég, Addi Jóns, Andri Fannar, Kiddi Yo og Baldur Knúts + börn og makar að sjálfsögðu. Það er alltaf að fjölga í hópnum og líklegir inn á næstu misserum eru menn eins og Daði, Viðar, Bjarni Þór, Freyr Karls og fleiri.
Eftir nokkuð gott stuð með börnunum yfir daginn þá var hist um kvöldið hérna heima hjá mér í Norðlingaholtinu. Við fengum mat frá Austurlandahraðlestinni (fínn matur en samt ekkert súper) og fengum okkur svo einn eða tvo.
Svo var ákveðið að spila. Fyrir valinu varð nýja Party & Co. Strákar á móti stelpum!
Fínt spil sem reynir á leikhæfileika, hugsanaflutning, hummm (ég átti að humma lagið Heyr mína bæn með Ellý Vilhjálms, og strákarnir áttu að giska hvaða lag þetta var = vonlaust) og fleira. Hjá stelpunum reyndi hins vegar mest á svindlhæfileika.
Svindl A: Nefnd voru 3 orð og áttu tvær stelpur að skrifa SAMA orðið á blað sem tengdist þessum orðum. Önnur skrifaði orðið interrail en hin orðið eurotrail. Interrail stelpan les upp sitt orð, en þá kemur stelpan við hliðiná eurotrail stelpunni og segir "þú ert með það sama, þú ert líka með interrail." Þær voru staðnar að verki.
Svindl B: Spilið er í járnum og hvoru liðinu vantar einn "kall". Stelpa kastar tening og fær slæmt kast, en hagræðir þá teningnum til að lenda á réttu spjaldi. Staðin að verki. Hefst þá mikil reikistefna sem endar með því að við veljum spjald fyrir stelpurnar - að okkar mati slæmt spjald. Aldeilis ekki. Spjaldið sem við veljum gerir þeim kleift að taka einn af okkar köllum og þær vinna því spilið. Hér hefði verið eðlilegt að segja "nei nei, við ætlum ekki að vinna á svona svindli" en svo var ekki. Þær fögnuðu sigri en hafa verið með hiksta síðan.
Svona gerir fólk ekki!
Eftir nokkuð gott stuð með börnunum yfir daginn þá var hist um kvöldið hérna heima hjá mér í Norðlingaholtinu. Við fengum mat frá Austurlandahraðlestinni (fínn matur en samt ekkert súper) og fengum okkur svo einn eða tvo.
Svo var ákveðið að spila. Fyrir valinu varð nýja Party & Co. Strákar á móti stelpum!
Fínt spil sem reynir á leikhæfileika, hugsanaflutning, hummm (ég átti að humma lagið Heyr mína bæn með Ellý Vilhjálms, og strákarnir áttu að giska hvaða lag þetta var = vonlaust) og fleira. Hjá stelpunum reyndi hins vegar mest á svindlhæfileika.
Svindl A: Nefnd voru 3 orð og áttu tvær stelpur að skrifa SAMA orðið á blað sem tengdist þessum orðum. Önnur skrifaði orðið interrail en hin orðið eurotrail. Interrail stelpan les upp sitt orð, en þá kemur stelpan við hliðiná eurotrail stelpunni og segir "þú ert með það sama, þú ert líka með interrail." Þær voru staðnar að verki.
Svindl B: Spilið er í járnum og hvoru liðinu vantar einn "kall". Stelpa kastar tening og fær slæmt kast, en hagræðir þá teningnum til að lenda á réttu spjaldi. Staðin að verki. Hefst þá mikil reikistefna sem endar með því að við veljum spjald fyrir stelpurnar - að okkar mati slæmt spjald. Aldeilis ekki. Spjaldið sem við veljum gerir þeim kleift að taka einn af okkar köllum og þær vinna því spilið. Hér hefði verið eðlilegt að segja "nei nei, við ætlum ekki að vinna á svona svindli" en svo var ekki. Þær fögnuðu sigri en hafa verið með hiksta síðan.
Svona gerir fólk ekki!
Efnisorð: Daglegt líf, Svindl
<< Home