miðvikudagur, janúar 16, 2008

Helgar...

Ég fór í afar skemmtilegt 35 ára afmæli á föstudaginn var. Já, ég er kominn í þennan aldur - að eiga 35 ára vini. Kona Gamla, Gamla, átti afmæli. Ég var í góðum gír framan af afmælinu, sötrandi mojito og bjór og étandi sushi og súkkulaðihúðuð jarðaber. Svona á lífið að vera. En svo brá ég mér á efri hæðina og þá fyrst byrjaði partíið.

Þar var PS3 tölva og leikurinn Rock Band. Gítar, trommur, söngur. Það vildi enginn vera á bassanum. Eftir smá byrjunarerfiðleika (first timer) þá fór allt á fullt af við kláruðum hvert lagið á fætur öðru. Foo Fighters, Rolling Stones, skipti ekki máli. Djöfull var þetta gaman og það sem meira er, þá var ég jafnvígur og trommurnar og gítarinn. Míkrófóninn snerti ég hins vegar ekki. Það gerði glæponinn hins vegar og hefði betur sleppt því.

Þetta kostar einhverja $160 í US and A, en mér skilst að þetta fáist ekki á Íslandi. En ef þú átt svona og ert til í tónleika, hafðu þá samband.

Efnisorð: