sunnudagur, janúar 27, 2008

Bíóblogg...

Ég er búinn að sjá 4 myndir núna á síðustu viku. Myndir úr öllum áttum. Þær eru:

a) Íslenski Draumurinn (2000). Klassa mynd. Eldist vel, þrátt fyrir að vera ekki svo gömul. Líklega var þessi mynd upphafið að góðærinu, sem hugsanlega sér fyrir endann á að sinni. Menn hafa séð að víst Tóti gat næstum meikað það með Opal sígarettur frá Búlgaríu, að þá væri allt hægt. Þórhalldur Sverrisson var frábær.

b) The Kite Runner (2007). Frábær saga um lífshlaup ungs drengs í Afganistan. Mér fannst bókin afbragð og myndin fín. Reyndar er þetta kannski soldil kellingamynd, en ég horfði. Gott stöff og fínt mótvægi við formúlumyndir Hollywood.

c) No Country for Old Men (2007). Þessi mynd leiðir óskarsverðlaunatilnefningar í ár + 8,7 á imdb. Það segir allt sem segja þarf. Instant meistaraverk.

d) The Man from Earth (2007). Hérna hoppaði ég í djúpu laugina, en drukknaði ekki. Þessi mynd var áhugaverð. Hún fjallar um mann sem segir vinum sínum frá því að hann hafi verið á lífi í 14.000 ár; hann eldist ekkert. Skemmtilegar pælingar í stuttri og hnitmiðaðri mynd. Hún er tekin í einu herbergi, nokkrar manneskjur og spjall. Meðmæli.

Efnisorð: