sunnudagur, nóvember 18, 2007

Sódóma vs Veggfóður

Ég horfði á þessar tvær myndir fyrir helgi, og það í fyrsta sinn í langan langan tíma.

Sódóma: Frumsýnd fyrir 15 árum og þótti þá sniðug. Myndin er enn sniðug og eldist einstaklega vel. Nokkrir leikarar fara á kostum, og þá helst Aggi Pó og Brjánsi. Einnig gaman af Sigurjóni Kjartanssyni - þvílíkur leikari. 75/100 *

Veggfóður: Einnig 15 ára gömul mynd. Þetta er sko slök mynd. Söguþráður, leikur, kvikmyndataka, tónlist, og allt annað í molum. Ingibjörg Stefánsdóttir er líklega ein lélegasta leikkona Íslandssögunnar. Dóra Takefusa strippar og segir ekki orð. 10/100 *

Efnisorð: