Köben - Parken - Andfótbolti - Icejet
Ég var svo heppinn að vera boðið til Kaupmannahafnar í síðustu viku. Fjórða utanlandsferðin á árinu staðreynd og ég held að það sé einhvers konar met hjá mér. Gæti verið tie. En þessi ferð var öðruvísi.
Fyrir það fyrsta flugum við (19 manna hópur) með einkaflugvél frá Reykjvíkurflugvelli. Þetta var mín jómfrúarferð í svona vél og þetta er ansi þægilegur ferðamáti. Bara mætt korteri fyrir flug og ekkert vesen. Rúmgóð sæti, sami hraði og allt miklu betra en venjulega. Ég get vel skilið að milljarðamæringar landsins skuli kaupa sér svona vélar.
Við lentum í Hróarskeldu og keyrðum inní bæ þar sem við vorum kynnt fyrir nokkrum sjóðum Carnegie. Að því loknu lá leiðin uppá hótel D'Angleterre, en það er nú í eigu Íslendinga, eins og svo margt í Danmörku. Virkilega huggulegt hótel á besta stað í bænum.
Síðan var borðað á Auberge, sem er staðsettur skammt frá Parken. Flottur staður en ömulegur matur og svo illa útilátið að ég fékk mér 2 pullur á vellinum, 30 mínútum síðar.
Leikurinn var hræðilegur. Völlurinn hálf-tómur, stemningin engin, og spilamennska beggja liða til skammar. Andfótbolti live. Svo eru blöðin hérna heima að tala um einhver batamerki á leik liðsins! Þvílíkt bull og vitleysa. Það eina sem hlýjaði mér um hjartaræturnar á vellinum voru Carlsberg bjórar baunanna.
Að leik loknum var farið á Bar Rouge á Skt Petri hótelinu. Þar var fullt hús og bara Íslendingar. M.a. var þar mættur Skúli vinnufélagi minn sem var í Thanksgiving fríi frá skólanum sínum í Nashville. Það sem þetta unga fólk getur leyft sér í dag. Hann var hress og við skáluðum. Barinn lokaði klukkan 02:00 am. Þá fékk einhver (ekki ég) þá snilldarhugmynd að fara á næturklúbb! Og við fórum á Kakadu. Kakadu er hóruhús þar sem meðalaldur starfsfólksins er einhvers staðar á milli 40 og 50. Líklega subbulegasti staður sem ég hef nokkru sinni komið inná og 5 mínútna stopp leið hægt.
Á röltinu uppá hótel rákumst við svo á íslenska landsliðið á barnum (írskum bar skammt frá ráðhústorginu). Reyndar rákumst við bara á Íslendinga þetta kvöld. Og meðan ég man; heimildir herma að Eiður Smári hafi spilað sinn síðasta landsleik.
Niðurstaða:
Óvænt og frábær ferð.
Töff að fljúga í einkaþotu.
Kaupmannahöfn búin að missa sjarmann.
Bjórdrykkja veldur þynnku.
Íslenska landsliðið er slakt.
Haldið ykkur frá hóruhúsum.
Fyrir það fyrsta flugum við (19 manna hópur) með einkaflugvél frá Reykjvíkurflugvelli. Þetta var mín jómfrúarferð í svona vél og þetta er ansi þægilegur ferðamáti. Bara mætt korteri fyrir flug og ekkert vesen. Rúmgóð sæti, sami hraði og allt miklu betra en venjulega. Ég get vel skilið að milljarðamæringar landsins skuli kaupa sér svona vélar.
Við lentum í Hróarskeldu og keyrðum inní bæ þar sem við vorum kynnt fyrir nokkrum sjóðum Carnegie. Að því loknu lá leiðin uppá hótel D'Angleterre, en það er nú í eigu Íslendinga, eins og svo margt í Danmörku. Virkilega huggulegt hótel á besta stað í bænum.
Síðan var borðað á Auberge, sem er staðsettur skammt frá Parken. Flottur staður en ömulegur matur og svo illa útilátið að ég fékk mér 2 pullur á vellinum, 30 mínútum síðar.
Leikurinn var hræðilegur. Völlurinn hálf-tómur, stemningin engin, og spilamennska beggja liða til skammar. Andfótbolti live. Svo eru blöðin hérna heima að tala um einhver batamerki á leik liðsins! Þvílíkt bull og vitleysa. Það eina sem hlýjaði mér um hjartaræturnar á vellinum voru Carlsberg bjórar baunanna.
Að leik loknum var farið á Bar Rouge á Skt Petri hótelinu. Þar var fullt hús og bara Íslendingar. M.a. var þar mættur Skúli vinnufélagi minn sem var í Thanksgiving fríi frá skólanum sínum í Nashville. Það sem þetta unga fólk getur leyft sér í dag. Hann var hress og við skáluðum. Barinn lokaði klukkan 02:00 am. Þá fékk einhver (ekki ég) þá snilldarhugmynd að fara á næturklúbb! Og við fórum á Kakadu. Kakadu er hóruhús þar sem meðalaldur starfsfólksins er einhvers staðar á milli 40 og 50. Líklega subbulegasti staður sem ég hef nokkru sinni komið inná og 5 mínútna stopp leið hægt.
Á röltinu uppá hótel rákumst við svo á íslenska landsliðið á barnum (írskum bar skammt frá ráðhústorginu). Reyndar rákumst við bara á Íslendinga þetta kvöld. Og meðan ég man; heimildir herma að Eiður Smári hafi spilað sinn síðasta landsleik.
Niðurstaða:
Óvænt og frábær ferð.
Töff að fljúga í einkaþotu.
Kaupmannahöfn búin að missa sjarmann.
Bjórdrykkja veldur þynnku.
Íslenska landsliðið er slakt.
Haldið ykkur frá hóruhúsum.
Efnisorð: Daglegt líf, Ferðalög, Fótbolti, Neytendamál, Viðbjóður
<< Home