föstudagur, september 01, 2006

Wilt the Stilt...

Wilt Chambarlain var Lakers maður og sönn hetja, eins og allir Lakers menn eru.

En Wilt var líka elskuhugi.

Wilt hélt því fram í sjálfsævisögu árið 1991 að hann hefði sofið hjá næstum 20.000 konum. Þetta er tuttugu þúsund. Reiknum nú aðeins:

-- Tökum 20.000 og deilum með 365. Þá fáum við ca. 55. Hann hefur því sofið nýrri konu á hverjum degi í 55 ár. Nú eða farið í trekant á hverjum degi í 27,5 ár. Eða blöndu af sitthvoru.

-- Árið 1991 var Wilt einmitt 55 ára gamall (fæddur 1936) og kannski aðeins farið að hægja á kallinum. Því má kannski draga þá ályktun að á yngri árum hans hafi hann verið gríðarlega öflugur og sængað hjá allt að 1000 konum árlega.

-- Tímabilið 1960-1 skoraði Wilt yfir 50 stig að meðaltali í leik. Hann var þá 25 ára gamall. Hvað ætli hann hafi sængað hjá mörgum konum það ár?

Eða er kannski möguleiki að þessi sanna hetja, þessi glæsilegi fulltrúa Lakers, hafi verið að ljúga þessu?