þriðjudagur, september 05, 2006

Magnarugl, Poseidon og Entourage...

Þetta er fyrir þá sem vilja kjósa Magna...

Hér er ástæða af hverju við eigum að kjósa Magna... (hljóð nauðsynlegt)

************************

Ég er annars hress og kátur.

Í gær horfði ég á ömurlega kvikmynd er heitir Poseidon. Ég man að ég las bókina í menntaskóla fyrir einhverja enskuritgerð, og í minningunni var þetta ágæt spennusaga. Wolfgang tókst hins vegar að búa til spennumynd sem varð aldrei spennandi og aldrei skemmtileg. Hún fær að vísu 5,6 í einkunn á IMDB. Ástæðan hlýtur að vera Lucky Larry...

... en hann er einmitt leikinn af Kevin Dillon (Johnny Drama) og er í rauninni sami karakterinn, bara með annað nafn.

************************

Talandi um Johnny Drama!
Nýlega fór ég að horfa á Entourage þættina. Nú er svo komið að ég hef séð alla þættina sem framleiddir hafa verið, og þarf að bíða fram í mars eftir nýju efni. Johnny Drama var fyndnastur fyrst, en núna finnst mér Ari Gold langfyndnastur.

Ari Gold: Got Milf?