laugardagur, september 23, 2006

Fjármálaráðgjöf:

Meðalíslendingurinn á aldrinum 18 til 67 ára skuldar nú 315.000 kr. í yfirdráttarlán. Í hálf fimm fréttum KB banka í gær kemur fram að yfirdráttarlán innlánsstofnana námu alls 191 miljarði króna í lok ágúst og höfðu vaxið um 40 miljarða á einu ári. Heimilin skulda um þriðjung þessara lána.

Morgunblaðið reiknar út að þetta þýði að íslensk kjarnafjölskylda skuldi nú um 850.000 kr. í yfirdráttarlán. Vextir á þessum lánum eru nú rúm 23% sem þýðir að kjarnafjölskyldan greiðir rúmar 16.000 krónur í vexti af láninu á mánuði. (Heimild)

Ráðgjöf:
Borgið niður yfirdráttinn ykkar. Fólk fær hvergi betri ávöxtun á peninginn sinn, áhættulaust.