miðvikudagur, september 20, 2006

Einvígi: Haukington vs. Biggington

Staðsetning: Oddfellow.
Tími: 19.9.2006, kl. 14:30.
Leikfyrirkomulag: Höggleikur, 18 holur.
Aðrir þátttakendur: Hauger Woods og Bijay Swing.

Leikurinn fór rólega af stað, og greinilegur skjálfti í mönnum. Biggington hafði forskotið framan af, 1-3 högg, en sögulegur fugl hjá Haukington á 9. holu minnkaði muninn í aðeins 1 högg. Spennan var því mikil á 10.teig og yfirlýsingar byrjuðu að streyma, eins og gengur og gerist.

Úrslitin réðust svo á 14. holu, par 5 meðfram veginum. Þar lenti Haukington í óvenjumiklum vandræðum á meðan Biggington fékk þægilegt par. Forskotið var komið uppí 7 högg, og 4 holur eftir.

Haukington: "Ég mun saxa á þetta".
Biggington: "Ég ætla að bæta í".

Haukington paraði næstu 2 holur á meðan Biggington lenti í smá vandræðum. Forskotið var komið í 3 högg, og 2 holur eftir. En Biggington var einfaldlega of sterkur á síðustu holunum, og greinilegt að 8 tíma æfingar á dag síðastliðin 5 ár hafa skilað einhverju.

Niðurstaða:
Biggington: 91 (47,44)
Haukington: 97 (48,49)