fimmtudagur, september 28, 2006

Aðgerðin...

Ég fór í aðgerð á hné núna í morgun, og að sögn læknisins gekk hún vel. Það er gott.

Hins vegar leit þetta víst ekkert svakalega vel innan í hnénu; liðþófar voru illa farnir, krossband teigt og liðband alveg í sundur. Á mannamáli þýðir þetta víst: Ég mun aldrei spila fótbolta, körfubolta né tennis framar!!! Svo sagði læknirinn allavega.

Aftur á móti mun ég geta spilað golf áfram.

Það er því kominn sá tíma að smíða góða, fallega, trausta hillu, og fylla hana af skóm. Því miður.