þriðjudagur, september 26, 2006

Aðgerð og afþreying...

Ég fer í aðgerð á hné eftir 2 daga. Þá eru liðnir sléttir 3 mánuðir frá því að ég meiddist. Það verður e-ð krukkað í liðbandinu og liðþófunum í hægra hnénu. Ég kvíði nú lítið fyrir þessu, en hlakka minna til þess að fara í sjúkraþjálfun í nokkrar vikur á eftir. Það finnst mér leiðinlegt.

*************

Horfði á myndina Chaos í gær. Hún var ekkert spes. Mæli ekki með henni.

*************

Í dag horfði ég svo á fyrstu 2 þættina af Sleeper Cell. Þetta eru þættir sem voru að klárast á Skjá Einum, og ég verð að segja að þetta lofar góðu. Klára seríuna um helgina. Þetta eru ekki nema 10 þættir.

*************

Annars er Prison Break , Season 2, að gera góða hluti. Ég held ég fari bara að renna í 6. þáttinn.