fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Matur - Yeah....

... var að horfa á þáttinn með honum Völla Snæ.

Fróðlegur þáttur og nokkuð skemmtilegur. Greinilega gífurlega fær maður hér á ferðinni. En eitt er að trufla mig. Uppskriftirnar eru alltaf svo helvíti flóknar í svona þáttum. Yeah right að ég sé að fara að búa til spelt brauð eða hveitigras.

Það vantar svona þátt sem er stigið fyrir ofan eftirfarandi:
1) soðnar pulsur
2) pítsa í ofni
3) samloka í grill

Ég er nokkuð viss um að þessar þrjár uppskriftir eru það eina sem margir kunna að elda. Mjög margir.
-- "I really think so. I do".

Tjekkið á þessu.
Eins gott að lesa síðu Hagnaðarins því hann er að spýta útúr sér viðskiptahugmyndum þessa dagana.

Vináttukveðja,
Agent Baker