sunnudagur, janúar 16, 2005

Svona það helsta...

... ég hef núna fengið í hendurnar (og horft á ) fyrstu 4 þættina í 4.seríu af 24; þar sem góðvinur minn Kiefer Suðurland fer á kostum.

Að sjálfsögðu mun ég ekki fara í nein detail um það hvað gerist í þessum þáttum, né hvað hefur gerst á milli sería. Slíkt væri dónaskapur við mannkyn allt.

En sjitturinn titturinn mellan og hóran.
Jack is back.

******************************************************************

Idol-Stjörnuleit...

... eða eigum við að kalla þetta Idol-Leiðindaleit?

Guð minn góður hvað margir voru slakir þarna á föstudaginn.
Litla akranes stelpan sem söng Whitney... ertu ekki að grínast? Ég hefði sungið þetta betur. Jafnvel náð háu tónunum betur. Og hún hékk inni. Það er náttúrulega bara skandall.

Ef Heiða vinnur þetta ekki skal ég hundur heita. Já, og jafnvel éta hattinn minn.
Ekki Lakers, kannski bara Duke.

Fleira er ekki í fréttum!!!
Erin Driscoll