föstudagur, janúar 14, 2005

Á leiðinni í vinnuna í dag...

... hafði ég val um að hlusta á Tinu Turner á létt, Igore á fm 957 og Margréti Frímanns á Rás 2.

Ég valdi Tinu og hafði ekkert sérstaklega gaman af.

Datt svo aðeins inná fm stuttu síðar. Þá var verið að tala um einhvern leik. Kemur á óvart. Alltaf einhverjir helvítis leikir í gangi.

Þessi leikur var svona:
Þú hringir inn þegar stjórmendur þáttarins (2 strákar, 1 stelpa) segja e-ð ákveðið og átt að spyrja þau 3 spurningar. Ef þau geta ekki svarað einni þeirrra, þá vinnur þú ferð til útlanda.

En spurningarnar mega ekki vera erfiðar, tóku þau fram.

Hálvitagangur.

Kveðja,
Mr. Warner