Í fréttum er þetta helst:
... í gær ætlaði ég að fara á Akureyri og spila á fótboltamóti verðbréfafyrirtækja. Einnig var þarna 3.rétta máltíð á Sjallanum, auk balls með Sálinni síðar um kvöldið. En veðurguðirnir voru ekki alveg að gera nógu gott mót. Það voru víst gífurlegir vindar í háloftunum.
Þegar við vorum búnir að bíða í ca. 2 tíma var tvennt í stöðunni:
1) Fljúga á Sauðárkrók!! og taka þaðan RÚTU á Akreyri.
2) Slaufa þessu og koma sér heim.
Ég tók seinni kostinn. Vinnufélagi minn tók hins vegar þann fyrri. Ég heyrði í honum síðar um daginn. Var flugið á Krókinn víst alveg skelfilegt, með tilheyrandi öskrum og uppgangi. Hafði hann aldrei lent í öðru eins.
**********************************************************************
Það var því bara þrumað sér í ræktina, og svo beint í sund. Fyrir valinu varð Laugardalslaugin. Langt síðan maður hefur kíkt þangað. Við erum að tala um svona 3-4 ár.
...Núna er búið að byggja þarna innisundlaug, sem báðir sundmenn landsins eru örugglega rosalega ánægðir með. En engir eru innipottarnir... bara fyrir World Class fólkið. Það er svo mikið klassa fólk.
En alltaf gott að kíkja í pottana. Sérstaklega eftir gífurlega erfiðar æfingar vikunnar í Bootcamp.
**********************************************************************
Ommidonna útskrifaðist svo um kvöldið sem viðskiptafræðingur úr THÍ og bauð hann til veislu.Veislan var góð. Fékk hann ferð á old trafford í útskriftargjöf. Í þakkarræðu sinni talaði Ómar um að þetta væri draumur hvers fótboltaunnanda. Ég neyddist til að grípa framí fyrir honum í miðri ræðu; þetta er draumaferð manchester utd manna. Ekki blanda okkur hinum inní þetta. Góð veisla. Takk fyrir mig.
**********************************************************************
Að lokinni veislu var svo skellt sér í bíó.
Kíktum á The Aviator. Með í för voru President Palmer og bróðir hans, Wayne Palmer.
Góð mynd. Tilnefnd til 11 óskara. Leo góður. Harpa sofnaði. 3 tímar.
85/100 *
Þetta var helst.
Kær kveðja,
John Mason
... í gær ætlaði ég að fara á Akureyri og spila á fótboltamóti verðbréfafyrirtækja. Einnig var þarna 3.rétta máltíð á Sjallanum, auk balls með Sálinni síðar um kvöldið. En veðurguðirnir voru ekki alveg að gera nógu gott mót. Það voru víst gífurlegir vindar í háloftunum.
Þegar við vorum búnir að bíða í ca. 2 tíma var tvennt í stöðunni:
1) Fljúga á Sauðárkrók!! og taka þaðan RÚTU á Akreyri.
2) Slaufa þessu og koma sér heim.
Ég tók seinni kostinn. Vinnufélagi minn tók hins vegar þann fyrri. Ég heyrði í honum síðar um daginn. Var flugið á Krókinn víst alveg skelfilegt, með tilheyrandi öskrum og uppgangi. Hafði hann aldrei lent í öðru eins.
**********************************************************************
Það var því bara þrumað sér í ræktina, og svo beint í sund. Fyrir valinu varð Laugardalslaugin. Langt síðan maður hefur kíkt þangað. Við erum að tala um svona 3-4 ár.
...Núna er búið að byggja þarna innisundlaug, sem báðir sundmenn landsins eru örugglega rosalega ánægðir með. En engir eru innipottarnir... bara fyrir World Class fólkið. Það er svo mikið klassa fólk.
En alltaf gott að kíkja í pottana. Sérstaklega eftir gífurlega erfiðar æfingar vikunnar í Bootcamp.
**********************************************************************
Ommidonna útskrifaðist svo um kvöldið sem viðskiptafræðingur úr THÍ og bauð hann til veislu.Veislan var góð. Fékk hann ferð á old trafford í útskriftargjöf. Í þakkarræðu sinni talaði Ómar um að þetta væri draumur hvers fótboltaunnanda. Ég neyddist til að grípa framí fyrir honum í miðri ræðu; þetta er draumaferð manchester utd manna. Ekki blanda okkur hinum inní þetta. Góð veisla. Takk fyrir mig.
**********************************************************************
Að lokinni veislu var svo skellt sér í bíó.
Kíktum á The Aviator. Með í för voru President Palmer og bróðir hans, Wayne Palmer.
Góð mynd. Tilnefnd til 11 óskara. Leo góður. Harpa sofnaði. 3 tímar.
85/100 *
Þetta var helst.
Kær kveðja,
John Mason
<< Home