mánudagur, janúar 31, 2005

Í dag rennur út...

... árskort mitt í Hreyfingu. Hreyfing er líkamsræktarstöð. Hér er mín reynsla af þeirri stöð.

Maður er búinn að vera svona semi-duglegur þarna. Byrjaði vel og endaði vel. Var latur síðasta sumar. En ég er í betra ástandi núna en ég var þá.

Ég lét fyrirtækið fá 2990 kr. á mánuði, sem Bónusklúbbs-meðlimur.
-- Fyrir það notaði ég eiginlega bara hlaupabrettin.

-- Oft hljóp ég við hliðina á núverandi forsætisráðherra. Sá maður er einnig nágranni minn. Hann er einnig fúll mjög og er í framsóknarflokknum. Einnig sá ég oft Finn Ingólfsson. Hann hefur sömu einkenni og hinn vitleysingurinn.

-- Kíkti rosalega sjaldan í tækin, og afrekaði ekki nema 2 tíma í spinning. Það var ekkert sérstakt.

-- Aldrei greip ég í lóð. Slíkt þykir mér ekkert sérstaklega gaman. Einkum þegar ég er einn á ferð.

-- Framan af hlustaði ég á útvarpið. Stöðin var ekki með X-ið, Skonrokk eða Rás 2 inní kerfinu. Hins vegar mátti hlusta á stöðvar eins og Kiss Fm og Fm 957.

-- Ég sá nokkra anorexíu-sjúklinga, og enn fleiri offitu-sjúklinga.

-- Fór sjaldan í sturtu þarna niður frá. Krafturinn var lítill, og almenn umgengni slæm. Sérstaklega finnst mér óspennandi þegar nakinn maður er að raka sig með rassinn útí loftið þegar maður er að þurrka sig. Slíkt ætti að banna. Raka sig heima. Kúka í hádeginu.

-- Undir það síðasta var ég kominn með Ipod. Þá fór ég að hlaupa hraðar. "Everything´s Not Lost" með Coldplay er uppáhalds fyrsta-lagið mitt. Byrjar rólega en endar í krafti. Þá er maður líka kominn á hraðann 12-13. Alltaf byrja á 10.

-- Þegar ég er kominn í stuð set ég "It´s Getting Better Man" með Oasis á. Þá er hraðinn kominn uppí 14-15.

-- Góð lög maður.

-- Það er ákaflega gott að fá sér skyr-shake eftir æfingu.... mikið af klökum, bláberja Kea skyr, appelsínu trópí, 3 niðursoðin jarðaber og einn banana. Alltaf það sama. Stöðugleiki, ekki stöðnun.

-- Í Hreyfingu er enginn körfuboltasalur. Það er gífurlega stór mínús. Gífurlega.

Kalt mat og niðurstaða:
Ég geri ekki ráð fyrir að kaupa aftur kort þarna. Það segir eiginlega allt sem segja þarf.
Held hreinlega að World Class sé málið.
Laugar skiluru.



Tjekkum á þessu.
Ykkar einlægur,
Anthony Almeida