mánudagur, janúar 24, 2005

Bootcamp....

... hófst í morgun, stundvíslega klukkan 07:30 am.

Mættir voru Tony, Jack, Aaron og Steven, auk þess sem Chase var að þjálfa.
Er jafnvel verið að spá í að breyta nafninu í "CTU Training Camp".

Auk okkar voru þarna einhverjir kappar.
Á undan okkur í 06:30 am tímanum voru mun fleiri, þar sem stelpur voru í meirihluta. Hjá okkur var engin stelpa.

Þetta var alveg gífurlega erfið æfing... sem er gott
Stór hluti þessarar fyrstu æfingar gekk útá box, og var ég að taka svo svakalega vinstri króka og hægri stungur, og skinnið á hnú-unum er farið að flagna af.... Þarf að henda vafningum á þetta á miðvikudag.

Auk þess að boxa var sippað, armbeygjur, sprettir, magaæfingar, allskonar lyftur og fleira. Mikil átök.
En það verður ekkert væl. Andlegur styrkur, skiluru.

Svo er bara aukaæfing á morgun.
Koma svoooooo.
Tony Almeida.