mánudagur, desember 06, 2004

Síðustu jólaprófin...

... hefjast á morgun.

Ég byrjaði í Seljaskóla haustið 1985, og var þar í 10 ár samfleytt. Þaðan var farið í MS í 4 ár. Eftir það var það svo CCU í 3 ár. Að því loknu var eitt ár í frí, og núna er ég að fara í próf í annað árið í röð.

Ég hef því tekið jólapróf 19 sinnum á síðustu 20 árum... og þetta er bara orðið gott.

Á morgun er próf í Greiningu Ársreikninga.
Ég hef verið að vinna upp leti síðustu 3 mánaða á undanfarinni viku. Það tekur á. En þetta ætti að sleppa. Já, ætti að sleppa nokkuð auðveldlega.

Þann 17. des er svo próf í Þáttum í Tölfræði.
Það eru bölvuð leiðindi. Alveg hreint skelfilegt námsefni. En ég verð víst að klára þetta til að útskrifast.

Síðan er bara komið að ritgerð/rannsókn.
Hana ætla ég að skrifa þegar ég nenni; sem verður vonandi í vor eða næsta sumar.

Jamm jamm jamm.
Það er svo sannarlega nóg að gera þessa dagana.
Hagnaðurinn