föstudagur, desember 10, 2004

Jólagjafalisti...

Jújú.
Það er nú eitt og annað sem manni vantar þegar maður fer að pæla í því. Til dæmis:

a) Rautt bindi... Vantar að fá mér jólabindi. Þá held ég að ég eigi orðið alla liti, including gull-bindið góða. Væri samt ekkert sniðugt að fá jólabindið að kvöldi aðfangadags. Kannski bara betra að kaupa það sjálfur.

b) Belti... Ég er nú eiginlega alltaf með sama beltið. Það er farið að verða gamalt og þreytt. Væri alveg til í nýtt. Svart!

c) Svarta skyrtu... held það sé gott að eiga eins og eina flotta svarta skyrtu. Kannski ekki beint vinnan, en meira svona casual.

d) Heilsukoddi... gamli koddinn minn með kindar-sængurverinu sem ég saumaði sjálfur er barn síns tíma og það má alveg fara að leggja hann á hilluna, í staðinn fyrir að ég leggist alltaf á hann.

e) Jakkaföt... aha, fyrir vinnuna. Fínt að hafa mátulega fjölbreytni í þessu. Maður er jú í þessu 9 tíma á dag, alla daga vikunnar.

f) King-size rúm... væntanlega yfir budget flestra. Nema Bjöggi gefi mér eitthvað í skóinn?

e) Playstation 2 tölvu + 30 tíma sólarhring... þessi gæti verið erfið.

... Annars held ég bara að ég eigi allt sem mig langar til að eiga og miklu meira til.

Chloe, can you open up a socket?
Yours truly,
Tony Almeida.