þriðjudagur, júní 22, 2004

Sæl veriði...

... Hagnaðurinn óskar Daða Guðmundssyni, sem áður gekk undir nafninu Meistarinn, til hamingju með útskrift. Gaman að fá loksisn stjórnmálafræðing sem veit og skilur þarfir kommúnistans. Já, haltu áfram að lesa Þórberg frænda.

Annars er golf búið að vera málið:
A. Á föstudag var spilað í Keflavík í Leirunni. Fyrsta skipti þar. Fór með Óla Glæpon og var gríðarleg spenna allt frá upphafi til síðasta skots. Fór svo að hann vann mig 97-98. Maður var að spila 49-49. Ekki amalegt það og líklega minn besti hringur í sumar.

B. Á sunnudagsmorgun (Jón Ólafs) var svo farið í Þorlákshöfn. Viðar, Daði og Bjarni Þór ætluðu með, en þeir voru annaðhvort þunnir eða þreyttir nema hvort tveggja sé. Fórum við glæpon því. Einungis voru spilaðar 9 holur. Glæponinn vann nokkuð örugglega enda spilar hann hvergi betur en á þessum velli. Helvítis kvikindið.
En maður var að spila á 50. Standard.

C. Í blíðunni í gær fórum við Biggi Sverris svo uppí Oddfellow. Mjög gott veður þrátt fyrir stinningskalda, eða kalda. Þetta var nokkuð söguleg ferð. Hagnaðurinn sigraði Birgi í fyrsta skipti síðan sumarið 2002. Enduðu leikar 50-51. Missti hann hálfs metra pútt fyrir jöfnun.

Heiða, þetta var svona golf-blogg. Tökum því fagnandi.

Fagnandi hagnandi,
Hagnaðurinn