miðvikudagur, apríl 28, 2004

Viðtal við Stefán Hilmarsson...

Skemmtilegasti kúrs sem þú hefur tekið við HÍ:
Allir afar skemmtilegir og fróðlegir, að frátalinni aðferðafræði, sem mér finnst frómt frá sagt afar óskemmtileg og lítt spennandi, sér í lagi tölfræðin. Þessi fræði eru vissulega að ýmsu leyti fróðleg, en mér finnst furðulegt að stjórnmálafræðinemum sé gert að sitja þrjá slíka kúrsa. Einn á að duga til að öðlast hæfilega innsýn, og svo væri sjálfsagt að menn gætu valið sér fleiri, ef þeir teldu sig hafa af því gagn eða gaman... Ég get ekki með nokkru móti séð að í framtíðinni muni koma sér vel fyrir mig að geta með handafli reiknað hallatölu, etu, Spearman’s r eða Guttmans lambda. En ef svo ólíklega vildi til að ég hefði þörf fyrir slíkt, myndi ég kaupa mér þjónustu einhvers sem tók alla þrjá kúrsana. Og að sjálfsögðu færi ég fram á að það yrði gert í höndunum, blaða- og tölvulaust.

Þetta þykir mér sniðugt.

Sammála kallinum,
Hagnaðurinn