mánudagur, apríl 26, 2004

Um lyf og lyfjamál...

... í fréttum undanfarið hefur verið fullt af fólki að kvarta yfir því hversu dýr lyf eru orðin. Aðallega er þetta eldra fólk.

Hagnaðurinn gæti verið með lausn við hluta af vandamálinu.
Svefnlyf hljóta að tilheyra öllum þessum umræddu lyfjum. Í stað þess að niðurgreiða þessi lyf eða hvað sem ríkið er að gera þá mæli ég með því að við 50 ára aldurinn fái allir gefins eintak af bók Andra Árnasonar, 'Réttarfar í Hnotskurn'. Þetta rit kostar einungis 600 kr. í Bóksölu Stúdenta og hreinlega rotar mann þegar maður byrjar að lesa, slík eru leiðindin.

Nú er bara um að gera fyrir aðra hugsuði þjóðfélagsins að redda öðrum lyfjum.

Hagnaðurinn hefur gert sitt.