þriðjudagur, apríl 13, 2004

Meira úr bókinni 'Listin að Lifa. Listin að Deyja'. Eftir Óttar Guðmundsson

Árið 1757 reyndi Fransmaðurinn Francois Damiens að drepa Lúðvík XV með litlum rýtingi. Hann var dæmdur til dauða. Hér á eftir fer lýsing af þessum dauðdaga:

Hægri hönd Damiens sem haldið hafði á rýtingnum var þá brennd af honum á glóandi kolum. Eftir það var hann klipinn með sjóðheitum töngum. Þegar hér var komið sögu var Damiens orðinn hálfgalinn af kvölum og æpti ókvæðis- og hvatningarorð að böðlum sínum: ,,Meira, meira, aumingjarnir ykkar!”

Hann var þá bundinn á höndum og fótum milli fjögurra stórra hesta sem slíta skyldu hann í sundur. Þeir voru barðir áfram af röskum hestasveinum og lögðust á aktygin af alefli en allt kom fyrir ekki, útlimir Damiens slitnuðu ekki frá bolnum. Menn losuðu þá um handleggi og fótleggi í axlarlið og mjaðmarlið með hníf og þá loksins tókst að slíta hann í sundur.


Þetta ætti að kenna okkur að reyna ekki að drepa.
Hagnaðurinn