þriðjudagur, apríl 20, 2004

Klipping....

... samkvæmt langtímaminni mínu (sem hefur verið nokkuð gott í gegnum árin (sumir gætu verið ósammála því)) hef ég ekki farið í klippingu í á 5ta ár.

Ég hef haldið mig við snoðinkollinn í þónokkurn tíma.

Nú er hugsanlega komið að tímamótum. Því ekki að bregða sér í klippingu uppá flippið. En þá er spurningin, hvað er töff í dag?

Ljóst er að ég fæ mér ekki Daða (Hnakka) - klippingu. Einnig finnst mér burstaklipping Liverpool manna ekki töff. Sítt að aftan virðist vera orðið töff, en það er ekki ég.

Ekki get ég litað, enda með fallega koparbrúnt hár.

Hvað er til ráða? Ég bara spyr?

Hanakambur kannski?
Hagnaðurinn