laugardagur, apríl 17, 2004

Fyrsta golfferð ársins...

... var farin í dag. Hún er í frásögur færandi.

Hagnaðurinn vaknaði klukkan 6:30 í morgun eftir 5 tíma svefn. Stefnan var tekin á Hellu, sem er byggðarlag um 30 km austan við Selfoss. Þar skammt frá býr Fjölnir Þorgeirsson bóndi.

Með í för var Sigurður Óli Sigurðarson, einnig kallaður Langur og Grái Glæponinn. Ferðin hófst um klukkan 7:00 eftir að við höfðum báðir fengið okkur pítsu og kók í morgunmat; sem var tilviljun ein.

Ferðin gekk vel. Rétt við borgarmörkin mátti sjá snjó og eftir því sem austar dró þyngdi snjóinn, og var kominn skafrenningur á heiðinni. Það stoppaði okkur þó ekki heldur héldum við ótrauðir áfram með von um bjartara veður.

Fljótlega komum við að Selfossi. Þar var engin umferð. Hins vegar var þar gömul kona í morgungöngu. Hún sá ástæðu til að nota gönguljós þennan morguninn svo við myndum örugglega stoppa. Helvítis fífl hugsaði ég. Af hverju ekki bara að bíða í 3 sekúndur? Sveitapakk!

Veðrið batnaði eftir því sem austar dró. Hagnaðurinn hafði ekki farið svona langt í austur síðan hann var í Moskvu um árið, en það er önnur saga. Gaman var að sjá nýja brú við lengstu á Íslands, Þjórsá.

Við Hellu var komið ágætasta veður. Hella er samt ekki ágætur bæ. En þar er bensínstöð og KB-banki. Hver ætli hafi verið umsjónarmaður breytingamála þar? Hagnaðurinn kannski?

Þessi pistill átti víst að vera um golf. Höldum áfram.

Strandarvöllur heitir golfvöllurinn á Hellu. Hann er 18 holu völlur. Fyrir þá sem þekkja ekki íþróttina þá er það stöðluð stærð.

Enginn var á vellinum í dag nema við. Enda var þar brjálað rok og ískalt. Við létum það ekki stoppa okkur. Hagnaðurinn lætur fátt stoppa sig. Ekkert var greitt fyrir leik dagsins og kallast það hagnaður.

Golfið byrjaði vel eftir vetrardvala. Í húfi var 7 mánaða sigurganga mín gegn Gráa. Leikfyrirkomulag var holukeppni vegna skorts á skorkortum.

Til að gera langa sögu stutta bar Grái sigur úr býtum. Hann var vel að því kominn. Hann þekkti völlinn vel og var í betri æfingu. Hagnaðurinn mun hins vegar koma sterkari til leiks næst.

Heimferðin gekk vel þar til áfall kom uppá. Nánar verður greint frá því síðar.

Stuð- og golfkveðja,
Hagnaðurinn