mánudagur, júlí 28, 2003

Við Íslendingar eigum nú að vera svo hugaðir og kjarkaðir og fífldjarfir en svo þegar kemur að stóru stundunum látum við jakkafatamenn á glansskóm rúlla yfir okkur og glotta framan í okkur í kvöldfréttunum - þeir eru of uppteknir við laxveiðar til að geta svarað spurningum fréttamanna.

Stöndum nú saman og höfum 1. ágúst næstkomandi bensínlausan - þ.e, enginn verslar bensín!!! Fáið lánaðan sláttuvéla brúsann hjá nágrannanum ef tankurinn er galtómur!

1. ágúst 2003 - Dagurinn sem íslenska þjóðin reis upp á afturlappirnar og mótmælti aftanítökum olíufursta landsins. Lang besta leiðin til að dreifa fagnaðarerindi sem þessu er að senda barasta á alla sem þið hafið í contact listanum í Outlook, eða
sambærilegum forritum - með ósk um að viðkomandi dreifi bréfinu áfram!

Keðjubréfar kveðja!


Ég fékk þennan póst áðan.
Hvaða snillingi datt í hug að hafa föstudaginn fyrir Verslunarmannahelgi bensínlausan? Það hefði mátt velja alla aðra daga ársins.

Sumt er skrítið.

Hagnaðurinn