þriðjudagur, júlí 08, 2003

Var heima í dag... veikur...

... ætla að reyna að harka af mér á morgun. Ótrúlegt hvernig maður verður alltíeinu veikur. Um daginn var ég bleikur.

... annars er lítið um að vera. Reyndar fótboltaleikur á morgun: Þróttur-Fram á heimavelli Framara. Ætla maður drulli sér ekki á það þrátt fyrir óendanleg leiðindi hjá Frömurum í sumar.

... skorað er á fólk að koma með orð sem rímar við 'tungl'. Það þarf að vera orð sem er til. Gangi ykkur vel. Bannað að hafa samband við Bólu-Hjálmar... hann er á túr.

... ekki er svo hægt að segja að það séu bjartir tímar framundan í sumar eftir Spánarferð. Ræddi við dósent einn uppí HÍ um daginn. Þarf ég víst að rifja upp einhverja stærðfræði og tölfræði og þjóðhagfræði áður en skólinn byrjar 1. sept. Sem sagt nóg að gera um helgar og á kvöldin annað en að vera þunnur og segja gunnur.

Svona er þetta bara.
Kúkum í hádeginu.

Hagnaðurinn