miðvikudagur, júlí 23, 2003

Surprise....

Hæ allir. Gamla síðan mín var orðin ógeðslega ljót og þreytt og leiðinleg svo ég ákvað að breyta aðeins til. Þetta er afraksturinn.

Búinn að setja inn fullt af nýjum linkum, það er komnar inn myndir og ég veit ekki hvað og hvað. Vonandi fellur þetta í kramið. Ef ekki, þá megið þið hoppa uppí rassgatið á ykkur.

Vegna anna við að búa til 2 bloggsíður í kvöld hefur enginn tími gefist fyrir ferðasöguskrif, því verður það að bíða enn um sinn. En þetta hlýtur að fara að klárast.

Ble í bili.

Hagnaðurinn