föstudagur, júlí 04, 2003

Plön breytast víst...

Jájájá.... ekkert verður úr tjaldútilegu um helgina. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont. Líklega er það bara alveg þokkalegt.

... Ástæðan er sú að systir Hörpu verður fertug á morgun. Það er alveg slatti af árum. Ef hún hefði verið uppi fyrir nokkrum öldum ætti hún að vera fallin frá vegna aldurs. En ekki í dag... í dag verða konur 80-ogeitthvað ára að meðaltali. Það er slatti meðaltal. Óska ég henni hér með til hamingju, þó ekki eigi hún ammæli fyrr en á morgun.

... Ætla samt að reyna að bregða mér austur fyrir fjall á morgun. Hvaða fjall er þetta annars í 'austur fyrir fjall'? Ekki er þetta Hellisheiðin, er það? Það er nebblega heiði en ekki fjall. Hvar eru annars mörkin á milli? Margar spurningar hér, og líklega er Ox sá eini sem gerir tilraun til að svara því aðrir lesendur þessarar síðu eru vitleysingar. Eða hvað?

Veit ekki alveg hvað ég ætla að gera fyrir austan fjallið. Vonandi spila ég bara golf og drekk bjór. Aðeins ef við lifðum í fullkomnum heimi. Líklegra er að ég skoði Gullfoss og Geysi, fái mér pulsu í sveitasjoppu og dáist að náttúru landsins. Enda svo þreyttur í borg óttans með gyllinæð og brjóstsviða.

Shit hvað ég er hress.......múhahahahaha

Hagnaðurinn

The man who went up a hill and came down a mountain.