sunnudagur, júlí 27, 2003

Mér brá í gær....

... og brá mér því útá lífið eins og áður hefur komið fram. Stemningin í útskriftinni var töluverð og magnaðist eftir því sem leið á kvöldið. Sérstaklega var hún orðin góð undir lokin þegar flestir gesta hlógu sig máttlausa... hrín hrín

... fórum niðrí bæ eftir partýið. Spókuðum okkur á Hverfisbarnum og Sólon. Miklu skemmtilegra á Hverfis. Það var helvíti mikið af fólki í bænum... um 5000 manns taldi ég.... ég taldi...

... Nú styttist í að skólinn hefjist. Ætla ég því núna að fara að lesa Þjóðhagfræði á þessum syngjandi sunnudegi. Hver er að hugsa hagfræði?

... í gær var ég beðinn um að taka fram knattspyrnuskóna aftur og koma í Þrótt. Ég held ég hafi sagt: 'Kannski á næsta ári'. Pæling. Geiri El. er fínn þjálfari. Einnig er mikið af hressum strákum í Þrótti.

Jæja, hef þetta ekki lengra.

Hagnaðurinn