föstudagur, júlí 25, 2003

Jæja... föstudagskvöld

Ýmislegt um að vera. Langar fyrst að geta þess að ég var að setja inn myndir úr vinnunni. Já, það er svona helvíti gaman í vinnunni að ég varð að taka myndir.

... Það var flokksstjóramót í Trivial Pursuit í gær. Ég og Daði unnum með yfirburðum... það kom ekki á óvart.
Langar af því tilefni að rifja upp íþróttamót sumarsins:
1) Pool.... vann það
2) Keila... vann það
3) Píla... runner up
4) Trivial... vann það

Sem sagt 3 gull og 1 silfur. Koparinn er sáttur. Hvenær fæ ég bikarinn?

Farinn í partý. Svo annað partý á morgun. Nóg að gera sem sagt.

Lifið heil.

Hagnaðurinn