þriðjudagur, júlí 08, 2003

Gleymdi einu...

... ég tók mig til og endurskipulagði fataskápinn minn í gær. Fann ég þarf margt forvitnilegt. Meðal annars var þar bolur sem á stendur: 'Ég er ekki rauðhærður, ég er koparbrúnhærður'. Þetta færðu félagar mínir mér þegar ég var 24 ára 10. janúar síðastliðinn. Kannski ég fari að ganga um í þessum bol. Reyndar stendur aftan á honum: 'Hann er víst rauðhærður'. En það sést ekki ef ég er í renndri peysu, já eða jakka.

... Já, það er gaman að skipuleggja sig. Skipulagning er allt sem skiptir máli til að lifa góðu lífi. Ég verð skipulagðari með hverjum deginum. Ég á fullt af möppum frá skólaárunum mínum... allt skipulagt. Mun kannski aldrei nota þetta, en hver veit? Skora ég hér með á fólk að skipuleggja sig. Gott er til dæmis að byrja á ísskápnum; hann er auðveldur.

Fataskápurinn er aðeins meira mál; ég flokka til dæmis boli eftir því hvort þeir séu með kraga og einnig eftir lit. Sérstök list er að skipuleggja skólamöppur og er það aðeins fyrir lengra komna. Einnig getur bókhald vafist fyrir mörgum en hver heldur svo sem bókhald, hmmmmm..??? Ekki gerðu Enron það!!! Og hvað þá Arthur Andersen.

Ætla ekki að hafa þetta lengra.

Farið nú og ráðist á ísskápinn.

Góðar stundir.

Hagnaðurinn