laugardagur, júlí 26, 2003

Gettó-get-together...

Það var samkoma í gær hjá Meistaranum að Meistaravöllum. Mætt var helsta liðið úr gettóum Reykjavíkur; Fellum og Hólum. "Þetta er töff crávd" sagði Viðar. Menn voru í misjöfnum fíling. Sumir í glasi og aðrir í þrasi en öll vorum við í söngfíling.... 'Carte di mare' og þessi lög öll. (Viljandi villa).

Ein ákvörðun var tekin í gær og kom reyndar hugmyndin frá sjálfum mér. Það var sem sagt tekin ákvörðun um að síðasta 'íþróttamót' sumarsins verði í karaókí. Ákaflega slæm hugmynd sem kom fram í ölæði. Nú er það sannað að menn hafa negatíva greindarvísitölu þegar þeir eru fullur og þetta var bara eitt af þessum mómentum. Ég vill sem sagt áfrýja þessari ákvörðun til hæstaréttar.... málið er nefnilega það að ég hef lagt míkrófóninn á hilluna. Ég gleymdi því bara í gær.

Annars fór ég í golf áðan. Grindavík þriðja skiptið í röð. Harpa kom með og spilaði hún stórkostlegt golf. Ég var einnig að standa mig. Alltaf að verða betri og betri þó vissulega sé ég enginn snilli. En þetta er drullugaman.

Eru þá allir Íslendingar komnir með blogg?

Hagnaðurinn