laugardagur, júlí 05, 2003

Ég heiti ekki Stebbi, en ég er plebbi...

Lífið er ekki fullkomið, það sannaðist í daq. Í dag fór ég og skoðaði Gullfoss og Geysi, fékk mér pulsu í Úthlíð, tjekkaði svo aðeins á Þingvöllum og brunaði svo í bæinn. Lífið er yndislegt. G+G er alveg eins og síðast og ekki hafa Þingvellir breyst mikið. Þá var pulsan í Úthlíða afar vond... alltof lítið sinnep.

En hvað lærði ég af ferðinni?
1) Það eru ca. 120 km frá heimili mínu að Geysi.
2) Frá Geysi eru 10 km. í Gullfoss.
3) Túristum finnst þessir staðir stórkostlegir.
4) Hestar líta við þegar flautað er á þá.
5) Vegurinn frá Laugavatni til Þingvalla er afar slæmur, bugðóttur og ójafn. Blindhæðir margar.
6) Sá golfvöll við Laugavatn. Var ekki fjarskafagur.
7) Bílar verða skítugir við að keyra útá landi.
8) Kindur eru heimskar.
9) Það kemur úði frá Gullfossi.
10) Ekki láta einhvern gabba mig í svona á næsta ári.


En hvað lærði ég af að læra eitthvað af ferðinni? Jú, ég lærði það að það má læra af því að ferðast um Ísland.

Ísland. Sækjum það heim.

Hagnaðurinn