Dagur 6: Þriðjudagur
Eftir bruna gærdagsins í tívolíinu var ákveðið að nota þennan dag til að versla. Mér finnst leiðinlegt að versla en geri mér samt grein fyrir því að það er nauðsynlegt af og til... samt ekki alltaf. Í dag ætluðum við að fara til Alicante í nýja verslunarmiðstöð. Það var og gert.
Verslunarmiðstöðin heitir ‘Plaza Del Mar’. Þokkalega stór en samt enginn risi. Nóg af verslunum þarna fyrir kvenfólk og útsölur í fullum gangi. Ég keypti mér ýmislegt og það sama gerði Harpa. Einnig keyptum við hluti fyrir fólk. Borðuðum á mexíkóskum veitingastað. Kjúklingurinn var soldið tæpur þarna. Ekkert meira um það að segja. Kominn heim um 16:30.
Við Harpa tókum smá sólbað þegar við komum heim og svo var bara þrumað aftur til Altea um kvöldið. Núna átti að fara á einhvern fínan veitingastað. Við fórum á lítið torg uppá smá hæð þar sem kirkja staðarins var. Fórum þar á stað sem heitir ‘Des Artilles’. Þau þrjú skófluðu í sig önd en ég fékk mér brot af því besta. Rennt niður með víni hússins. Eðalmáltíð. Einnig var stemningin þarna góð. Við mættum ekkert fyrr en um níu-leytið. Það er eðlilegur tími fyrir Spánverja að fara út að éta. Við náðum fínu borði úti við torgið og það var einhver gæi að spila á gítar á meðan við átum. Voða kósý. Hann tók aðallega Eric Clapton lög. Var samt ekkert góður.
Kvöldið var svo í rólegri kantinum. Slappað af niðrí garði með glas í hendi til miðnættis.
Þetta var umfjöllun mín um dag númer 6. Síðasti heili dagurinn á morgun. Mun ég blotna á morgun?
Eftir bruna gærdagsins í tívolíinu var ákveðið að nota þennan dag til að versla. Mér finnst leiðinlegt að versla en geri mér samt grein fyrir því að það er nauðsynlegt af og til... samt ekki alltaf. Í dag ætluðum við að fara til Alicante í nýja verslunarmiðstöð. Það var og gert.
Verslunarmiðstöðin heitir ‘Plaza Del Mar’. Þokkalega stór en samt enginn risi. Nóg af verslunum þarna fyrir kvenfólk og útsölur í fullum gangi. Ég keypti mér ýmislegt og það sama gerði Harpa. Einnig keyptum við hluti fyrir fólk. Borðuðum á mexíkóskum veitingastað. Kjúklingurinn var soldið tæpur þarna. Ekkert meira um það að segja. Kominn heim um 16:30.
Við Harpa tókum smá sólbað þegar við komum heim og svo var bara þrumað aftur til Altea um kvöldið. Núna átti að fara á einhvern fínan veitingastað. Við fórum á lítið torg uppá smá hæð þar sem kirkja staðarins var. Fórum þar á stað sem heitir ‘Des Artilles’. Þau þrjú skófluðu í sig önd en ég fékk mér brot af því besta. Rennt niður með víni hússins. Eðalmáltíð. Einnig var stemningin þarna góð. Við mættum ekkert fyrr en um níu-leytið. Það er eðlilegur tími fyrir Spánverja að fara út að éta. Við náðum fínu borði úti við torgið og það var einhver gæi að spila á gítar á meðan við átum. Voða kósý. Hann tók aðallega Eric Clapton lög. Var samt ekkert góður.
Kvöldið var svo í rólegri kantinum. Slappað af niðrí garði með glas í hendi til miðnættis.
Þetta var umfjöllun mín um dag númer 6. Síðasti heili dagurinn á morgun. Mun ég blotna á morgun?
<< Home