Dagur 5: Mánudagur
Í dag er tívolídagur. Múha ha ha ha. Það er alltaf gaman að fara í tívolí.
Í um 10 mínútna fjarlægð frá hótelinu er ‘Terra Mitica’, sem er tívolí staðarins. Þetta er stórt tívolí með allskonar tækjum og dóti sem hér verða gerð ítarleg skil. Tívolíið liggur ofan við bæinn upp við fjallið og það er svona risastórt skili sem stendur á: ‘Terra Mitica, a Paramount Park’. Svolítill Hollywood fílingur á skiltinu. Það kostaði einhverjar 30 evrur inní garðinn. Fínt verð.
Garðurinn skiptist í nokkur lönd; Egyptaland, Grikkland, Rómaveldi og fleira. Virtist það samt ekki skipta neinu máli nema uppá lúkkið. Það sem öllu máli skiptir eru rædin.
Við fórum í tvo rússíbana. Annar þeirra var úr timbri. Hann var soldið langur en það var ekkert almennilegt kick í honum; engir hringir og enginn læti. Fínn hraði samt og skarpar beygjur. Klara ákvað að beila á honum þessum. Hinn baninn var geggjaður. Maður hekk eiginlega í brautinni, frekar en að sitja á henni (vonandi skiljiði hvað ég meina). Það býður uppá marga skemmtilega möguleika. Til dæmis verða hringirnir skemmtilegri þar sem maður fer utanvert á hringinn. Einnig voru svaka skrúfur, lykkjur og bara brjálæði. Ég vil taka fram að Harpa sýndi mikið hugrekki við að skella sér í þetta tryllitæki. Til hamingju.
Einnig voru þarna tvær vatnsrennibrautir. Þær voru ósköp keimlíkar. Maður er bara í einhverjum bát og byrjar að fara upp svona teina. Svo rennur maður niður bratta brekku og lendir í svaka gusugangi og verður gegnblautur. Þetta er helvíti gaman. Einnig er nauðsynlegt að fara í þessi tæki með reglulega millibili því það kælir mann niður í hitanum. Stelpunum fannst þetta samt miklu skemmtilegra en mér og Jóni.
Vert er að minnast á eitt tæki til viðbótar. Það var svona frjálst-fall tæki. Maður fór uppí töluverða hæð (áttaði sig eiginlega ekki á því hvað þetta var hátt fyrr en maður var kominn upp... kannski svona 40 metrar), stoppaði þar í smástund og svo bara búmmm. Ansi gott fyrir magann að leyfa honum aðeins að ferðast uppí háls. Hefði samt verið mjög slæmt að fara í þetta tæki beint eftir viðbjóðslega “kjötfars”hamborgarannn sem við splæstum á okkur þarna. Héldum að við hefðum bara lent á slæmum borgara en svona almennt virðist kjötfars vera notað í spaníóla borgarana.
Við brenndum okkur öll illa í garðinum þennan daginn. Ég fékk skemmtilegt wife-beater far, og almennt var fólk að brenna sig. Sólin getur verið ansi lúmsk þegar maður stendur lengi kyrr í röð. Sérstaklega er hún lúmsk þegar maður ber ekki á sig sólarvörn. Allavega, frábær garður í alla staði. Vorum þarna frá klukkan 10:30-17:00 og skemmtum okkur eins og konungar og jú drottningar.
Eftir sturtu sem hreinlega refsaði öxlunum var farið enn og aftur í gamla bæinn. Þetta skiptið keyrði ég. Það reyndust vera agaleg mistök. Það er fínt að keyra útá þjóðvegi en þegar maður er kominn inní bæ er allt önnur saga. Þarna eru þröngar götur, fólk hikar ekki við að troða sér inní svakalega þröng stæði, og þeir sem finna ekki stæði stoppa bara útá götu og skilja bílinn eftir! Þá eru Spánverjarnir ekkert gefnir fyrir að virða stöðvunarskyldur og rauð ljós stoppa menn ekkert endilega. Ef þið ætlið í gamla bæinn, takið þá leigubíl... það kostar bara 5 evrur.
Með garnirnar ýlfrandi eins og sæhestur fundum við veitingastað eftir langa leit. Við vorum að leita að einhverju fínu en fundum bara ekki neitt. Svo loksins vorum við veidd inná einn stað. Þetta var ítalskur staður sem var með matseðil á íslensku. Staðurinn heitir ‘Mama Mio’. Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að vera veiddur inná veitingastað en það slapp í þetta skiptið. Maturinn reyndist bara vera hinn ágætasti; ólgandi lasagna svolgrað niður með bjór.
Eftir mat var svo kíkt í búðir í gamla bænum. Þarna er ekki mikið um flottar búðir og eiginlega bara samansafn af einhverju túrista drasli. Ég náði þó að kaupa mér ágætis skó og Harpa fann sér eitthvað í Zöru. Hefði Harpa ekki keypt sér eitthvað þarna hefði þetta verið sögulegur dagur. Þetta hefði nefnilega verið önnur búðaferðin í röð sem hún kaupir ekki neitt. Hún lét það ekki gerast í þetta skiptið en það mátti ekki miklu muna því við rétt náðum inní Zöru fyrir lokun.
Fleira markvert var ekki gert þennan daginn. Verslun og rómans á morgun. Lesið því áfram.
Í dag er tívolídagur. Múha ha ha ha. Það er alltaf gaman að fara í tívolí.
Í um 10 mínútna fjarlægð frá hótelinu er ‘Terra Mitica’, sem er tívolí staðarins. Þetta er stórt tívolí með allskonar tækjum og dóti sem hér verða gerð ítarleg skil. Tívolíið liggur ofan við bæinn upp við fjallið og það er svona risastórt skili sem stendur á: ‘Terra Mitica, a Paramount Park’. Svolítill Hollywood fílingur á skiltinu. Það kostaði einhverjar 30 evrur inní garðinn. Fínt verð.
Garðurinn skiptist í nokkur lönd; Egyptaland, Grikkland, Rómaveldi og fleira. Virtist það samt ekki skipta neinu máli nema uppá lúkkið. Það sem öllu máli skiptir eru rædin.
Við fórum í tvo rússíbana. Annar þeirra var úr timbri. Hann var soldið langur en það var ekkert almennilegt kick í honum; engir hringir og enginn læti. Fínn hraði samt og skarpar beygjur. Klara ákvað að beila á honum þessum. Hinn baninn var geggjaður. Maður hekk eiginlega í brautinni, frekar en að sitja á henni (vonandi skiljiði hvað ég meina). Það býður uppá marga skemmtilega möguleika. Til dæmis verða hringirnir skemmtilegri þar sem maður fer utanvert á hringinn. Einnig voru svaka skrúfur, lykkjur og bara brjálæði. Ég vil taka fram að Harpa sýndi mikið hugrekki við að skella sér í þetta tryllitæki. Til hamingju.
Einnig voru þarna tvær vatnsrennibrautir. Þær voru ósköp keimlíkar. Maður er bara í einhverjum bát og byrjar að fara upp svona teina. Svo rennur maður niður bratta brekku og lendir í svaka gusugangi og verður gegnblautur. Þetta er helvíti gaman. Einnig er nauðsynlegt að fara í þessi tæki með reglulega millibili því það kælir mann niður í hitanum. Stelpunum fannst þetta samt miklu skemmtilegra en mér og Jóni.
Vert er að minnast á eitt tæki til viðbótar. Það var svona frjálst-fall tæki. Maður fór uppí töluverða hæð (áttaði sig eiginlega ekki á því hvað þetta var hátt fyrr en maður var kominn upp... kannski svona 40 metrar), stoppaði þar í smástund og svo bara búmmm. Ansi gott fyrir magann að leyfa honum aðeins að ferðast uppí háls. Hefði samt verið mjög slæmt að fara í þetta tæki beint eftir viðbjóðslega “kjötfars”hamborgarannn sem við splæstum á okkur þarna. Héldum að við hefðum bara lent á slæmum borgara en svona almennt virðist kjötfars vera notað í spaníóla borgarana.
Við brenndum okkur öll illa í garðinum þennan daginn. Ég fékk skemmtilegt wife-beater far, og almennt var fólk að brenna sig. Sólin getur verið ansi lúmsk þegar maður stendur lengi kyrr í röð. Sérstaklega er hún lúmsk þegar maður ber ekki á sig sólarvörn. Allavega, frábær garður í alla staði. Vorum þarna frá klukkan 10:30-17:00 og skemmtum okkur eins og konungar og jú drottningar.
Eftir sturtu sem hreinlega refsaði öxlunum var farið enn og aftur í gamla bæinn. Þetta skiptið keyrði ég. Það reyndust vera agaleg mistök. Það er fínt að keyra útá þjóðvegi en þegar maður er kominn inní bæ er allt önnur saga. Þarna eru þröngar götur, fólk hikar ekki við að troða sér inní svakalega þröng stæði, og þeir sem finna ekki stæði stoppa bara útá götu og skilja bílinn eftir! Þá eru Spánverjarnir ekkert gefnir fyrir að virða stöðvunarskyldur og rauð ljós stoppa menn ekkert endilega. Ef þið ætlið í gamla bæinn, takið þá leigubíl... það kostar bara 5 evrur.
Með garnirnar ýlfrandi eins og sæhestur fundum við veitingastað eftir langa leit. Við vorum að leita að einhverju fínu en fundum bara ekki neitt. Svo loksins vorum við veidd inná einn stað. Þetta var ítalskur staður sem var með matseðil á íslensku. Staðurinn heitir ‘Mama Mio’. Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að vera veiddur inná veitingastað en það slapp í þetta skiptið. Maturinn reyndist bara vera hinn ágætasti; ólgandi lasagna svolgrað niður með bjór.
Eftir mat var svo kíkt í búðir í gamla bænum. Þarna er ekki mikið um flottar búðir og eiginlega bara samansafn af einhverju túrista drasli. Ég náði þó að kaupa mér ágætis skó og Harpa fann sér eitthvað í Zöru. Hefði Harpa ekki keypt sér eitthvað þarna hefði þetta verið sögulegur dagur. Þetta hefði nefnilega verið önnur búðaferðin í röð sem hún kaupir ekki neitt. Hún lét það ekki gerast í þetta skiptið en það mátti ekki miklu muna því við rétt náðum inní Zöru fyrir lokun.
Fleira markvert var ekki gert þennan daginn. Verslun og rómans á morgun. Lesið því áfram.
<< Home