Dagur 4: Sunnudagur
Við Harpa sváfum yfir okkur þennan morguninn þrátt fyrir plön um að vakna voðalega snemma. Það gekk einfaldlega ekki eftir. Misstum við því af morgunmat. En eitthvað verður maður að troða í grímuna á sér þegar maður vaknar svo við fundum lítið bakarí/kaffihús hinum megin við götuna. Ágætt að fá sér bara rúnstykki og ávaxtasafa. Veit einhver hvaðan orðið rúnstykki er komið?
Við létum sólina baka okkur í um 1 ½ klukkustund og brugðum okkur svo í bíltúr. Áfangastaðurinn að þessu sinni var Altea, en það er einmitt lítið þorp skammt norðan við Albir, í um 20 mínútna fjarlægð. Keyrðum við í gegnum aðalhluta bæjarins og tókum stefnuna á Altea Hills, en eins og nafnið gefur til kynna er það uppí fjalli. Það var einstaklega skemmtilegt að keyra þarna upp. Vegirnir voru ofboðslega brattir og nánast um þverhnípi að ræða. Þarna bjó greinilega sterkefnað fólk sem einhver staðar hefur hagnast verulega eða kannski erft fullt af peningum. Útsýnið þaðan var glæsilegt; hefði ekki vilja missa af þessu.
Þetta síðdegi var ýmislegt gert og ekkert merkilegt. Borðað á McDonald´s. Filmur í framköllun í Carrefour. Smá legið við sundlaugina. Göngutúr og ísferð niðrá strönd.
Við hliðina á okkur Hörpu á níundu hæð Gran Hotel Bali voru íslensk hjón í 3 vikna ferðalagi. Höfðu þau verið þarna í 2 vikur þegar við mættum. Ræddum við svolítið við þau þegar við þurftum ráðleggingar. Þetta kvöld óskaði ég eftir ráðleggingu með matsölustað í göngufæri frá hótelinu. Konan taldi upp nokkra staði og eftir smá umræður var ákveðið að fara á stað sem heitir ‘Di Mare’. Þetta átti að vera ‘frábær ítalskur staður þar sem allt er gott á matseðlinum’. Gott og vel; prófum kvikindið.
Það var einfaldur matseðill... pizzur og pasta. Við fengum okkur öll pizzu. Þær áttu eftir að koma svolítið á óvart. Pizzurnar voru afar þunnur og endarnir hálf brenndir. Sveppirnir voru úr dós. Mér finnst það alltaf vera ókostur. Sveppir eiga að vera ferskir á pizzu. Mér fannst þetta bara vera allt í lagi. Aðrir voru mér algjörlega ósammála. ‘Þetta er það versta sem ég hef fengið í þessari ferð, og þá er hlaðborðið á hótelinu talið með’ sagði einhver. Full harkaleg ummæli myndi ég segja. Mæli þó ekki með þessum stað.
Við Harpa brugðum okkur niður í garð á hótelinu um kvöldið. Í garðinum er alltaf eitthvað um að vera á kvöldin. Þó er aðallega dagskrá fyrir eldra liðið. Þarna mættu flamingódansarar, vondir söngvarar og alls konar pakk. Einnig var tekinn smá línudans. Okkur fannst þetta ekkert voðalega gaman. Samt fínt að vera úti seint um kvöld á stullunum og sörta bjór, drekka “Sex on the Beach” og rauðvín. Já, það þarf lítið til að gleðja lítinn Hagnað og frú.
Fleira var ekki gert á degi fjögur. Dagur fimm var líklega besti dagur ferðarinnar. Lesið áfram af ferðum Hagnaðarins
Við Harpa sváfum yfir okkur þennan morguninn þrátt fyrir plön um að vakna voðalega snemma. Það gekk einfaldlega ekki eftir. Misstum við því af morgunmat. En eitthvað verður maður að troða í grímuna á sér þegar maður vaknar svo við fundum lítið bakarí/kaffihús hinum megin við götuna. Ágætt að fá sér bara rúnstykki og ávaxtasafa. Veit einhver hvaðan orðið rúnstykki er komið?
Við létum sólina baka okkur í um 1 ½ klukkustund og brugðum okkur svo í bíltúr. Áfangastaðurinn að þessu sinni var Altea, en það er einmitt lítið þorp skammt norðan við Albir, í um 20 mínútna fjarlægð. Keyrðum við í gegnum aðalhluta bæjarins og tókum stefnuna á Altea Hills, en eins og nafnið gefur til kynna er það uppí fjalli. Það var einstaklega skemmtilegt að keyra þarna upp. Vegirnir voru ofboðslega brattir og nánast um þverhnípi að ræða. Þarna bjó greinilega sterkefnað fólk sem einhver staðar hefur hagnast verulega eða kannski erft fullt af peningum. Útsýnið þaðan var glæsilegt; hefði ekki vilja missa af þessu.
Þetta síðdegi var ýmislegt gert og ekkert merkilegt. Borðað á McDonald´s. Filmur í framköllun í Carrefour. Smá legið við sundlaugina. Göngutúr og ísferð niðrá strönd.
Við hliðina á okkur Hörpu á níundu hæð Gran Hotel Bali voru íslensk hjón í 3 vikna ferðalagi. Höfðu þau verið þarna í 2 vikur þegar við mættum. Ræddum við svolítið við þau þegar við þurftum ráðleggingar. Þetta kvöld óskaði ég eftir ráðleggingu með matsölustað í göngufæri frá hótelinu. Konan taldi upp nokkra staði og eftir smá umræður var ákveðið að fara á stað sem heitir ‘Di Mare’. Þetta átti að vera ‘frábær ítalskur staður þar sem allt er gott á matseðlinum’. Gott og vel; prófum kvikindið.
Það var einfaldur matseðill... pizzur og pasta. Við fengum okkur öll pizzu. Þær áttu eftir að koma svolítið á óvart. Pizzurnar voru afar þunnur og endarnir hálf brenndir. Sveppirnir voru úr dós. Mér finnst það alltaf vera ókostur. Sveppir eiga að vera ferskir á pizzu. Mér fannst þetta bara vera allt í lagi. Aðrir voru mér algjörlega ósammála. ‘Þetta er það versta sem ég hef fengið í þessari ferð, og þá er hlaðborðið á hótelinu talið með’ sagði einhver. Full harkaleg ummæli myndi ég segja. Mæli þó ekki með þessum stað.
Við Harpa brugðum okkur niður í garð á hótelinu um kvöldið. Í garðinum er alltaf eitthvað um að vera á kvöldin. Þó er aðallega dagskrá fyrir eldra liðið. Þarna mættu flamingódansarar, vondir söngvarar og alls konar pakk. Einnig var tekinn smá línudans. Okkur fannst þetta ekkert voðalega gaman. Samt fínt að vera úti seint um kvöld á stullunum og sörta bjór, drekka “Sex on the Beach” og rauðvín. Já, það þarf lítið til að gleðja lítinn Hagnað og frú.
Fleira var ekki gert á degi fjögur. Dagur fimm var líklega besti dagur ferðarinnar. Lesið áfram af ferðum Hagnaðarins
<< Home