Dagur 3: Laugardagur
Vaknað klukkan 9:30. Smá þynnka. Samt ekki svo slæmt. ‘Maður verður ekki jafn þunnur í útlöndum’. Skóflað í sig feitmeti og Red Bull. Núna átti sko að versla og það ekkert smá. Höfðum við heyrt að í Alicante væri ‘Nike Factory Store’ sem væri einhver stórkostlegasta verslun á jarðríki.
Eftir smá hremmingar hjá Hagnaðinum á þjóðvegum Spánar enduðum við loksins í þessari verslun. Jón og Klara voru búin að taka út ógrynni fjár og ætluðu að versla brjálæðislega. Harpa líka... sumt breytist ekki. En þvílík gríðarleg vonbrigði. Ég átti von á þriggja hæða vöruhúsi þar sem allt var nánast gefins. En nei, þetta var einhver pínu verslun og verð ekkert hagstætt. Við keyptum samt öll eitthvað. Við bara urðum!!
Lá leiðin síðan aftur í Verlsunarmiðstöðina sem áður sagði frá. Ég fjárfesti þar í buxum og bol. Fín kaup. Átum síðan á stað sem heitir ‘Ribs and Rock’. Fékk mér samt ekki Ribs í þetta skiptið. Kjúklingaborgari varð fyrir valinu. Hvergi hikað þó maður hafi heyrt salmonellu sögur frá Ragtoin. Greyi drengurinn. Það hefur ekki verið góð flugferð.
Eftir 2 ½ tíma sólbað við kjöraðstæður og 38 stiga hita var brugðið sér til Albir. Albir er lítill staður í um 15 mínútna fjarlægð frá Benidorm. Rosalega krúttlegur staður og tilvalinn fyrir rómantíska kvöldgöngu þar sem maður getur spókað sig og skoðað í sölubása sem nota bene selja bara drasl. Borðuðum svo á stað sem systir Hörpu sætu mælti með.
Staður sá heitir ‘Country Ribs’... annar staður dagsins með ‘Ribs’ í nafninu. Núna fékk ég mér þessi líka fínu svínarif og svolgraði þeim niður með ískölum bjór. Afar karlmannlegt. Harpa fékk sér piparsteik og rauðvín. Nammi namm. Fínn staður og óhætt að mæla með honum.
Um kvöldið var svo aftur farið á Levante ströndina. Eftir barrölt og almenna drykkju var aftur drifið sig uppá hótel... en það var allavega hugmyndin. Það var nefnilega ekki hægt að drífa sig. Við komumst að því eftir að hafa stoppað nokkra leigubíla á götu úti að maður verður að vera í sérstakri leigubílröð til að mega fara inní hann. Frústrerandi.
Ástæðan fyrir þessari brottför okkar úr bænum var sú að Raul og Raula voru að fara að strippa uppá hóteli í næturklúbbnum þar. Við rétt misstum af gellunni, mér og Jóni til mikillar gremju. Stelpurnar fengu þó eitthvað fyrir sinn snúð. Raul sýndi stórkostlega takta við undirleik strákanna í Backstreet Boys. Snemma í showinu var Klara dregin uppá svið og látin sitja í stól. Hjálpaði hún Raul úr fötunum. Hún slapp þó fljótlega. Núna var Raul kominn á nærbuxurnar og Harpa var dregin upp á svið. Hjálpaði hún honum úr brókunum og að launum fékk hún liminn á honum í kinnina undir slæðu. Þær voru afar drukknar og höfðu gaman af. Þær höfðu þó ekki jafn gaman af þessu daginn eftir né þegar myndirnar komu úr framköllun. ‘Jájá, loka þessum strippstöðum’ segja konur landsins.
Þetta var dagur númer 3. Lesið áfram. Hver veit nema ‘Gente di Mare’ komi við sögu á degi fjögur.
Vaknað klukkan 9:30. Smá þynnka. Samt ekki svo slæmt. ‘Maður verður ekki jafn þunnur í útlöndum’. Skóflað í sig feitmeti og Red Bull. Núna átti sko að versla og það ekkert smá. Höfðum við heyrt að í Alicante væri ‘Nike Factory Store’ sem væri einhver stórkostlegasta verslun á jarðríki.
Eftir smá hremmingar hjá Hagnaðinum á þjóðvegum Spánar enduðum við loksins í þessari verslun. Jón og Klara voru búin að taka út ógrynni fjár og ætluðu að versla brjálæðislega. Harpa líka... sumt breytist ekki. En þvílík gríðarleg vonbrigði. Ég átti von á þriggja hæða vöruhúsi þar sem allt var nánast gefins. En nei, þetta var einhver pínu verslun og verð ekkert hagstætt. Við keyptum samt öll eitthvað. Við bara urðum!!
Lá leiðin síðan aftur í Verlsunarmiðstöðina sem áður sagði frá. Ég fjárfesti þar í buxum og bol. Fín kaup. Átum síðan á stað sem heitir ‘Ribs and Rock’. Fékk mér samt ekki Ribs í þetta skiptið. Kjúklingaborgari varð fyrir valinu. Hvergi hikað þó maður hafi heyrt salmonellu sögur frá Ragtoin. Greyi drengurinn. Það hefur ekki verið góð flugferð.
Eftir 2 ½ tíma sólbað við kjöraðstæður og 38 stiga hita var brugðið sér til Albir. Albir er lítill staður í um 15 mínútna fjarlægð frá Benidorm. Rosalega krúttlegur staður og tilvalinn fyrir rómantíska kvöldgöngu þar sem maður getur spókað sig og skoðað í sölubása sem nota bene selja bara drasl. Borðuðum svo á stað sem systir Hörpu sætu mælti með.
Staður sá heitir ‘Country Ribs’... annar staður dagsins með ‘Ribs’ í nafninu. Núna fékk ég mér þessi líka fínu svínarif og svolgraði þeim niður með ískölum bjór. Afar karlmannlegt. Harpa fékk sér piparsteik og rauðvín. Nammi namm. Fínn staður og óhætt að mæla með honum.
Um kvöldið var svo aftur farið á Levante ströndina. Eftir barrölt og almenna drykkju var aftur drifið sig uppá hótel... en það var allavega hugmyndin. Það var nefnilega ekki hægt að drífa sig. Við komumst að því eftir að hafa stoppað nokkra leigubíla á götu úti að maður verður að vera í sérstakri leigubílröð til að mega fara inní hann. Frústrerandi.
Ástæðan fyrir þessari brottför okkar úr bænum var sú að Raul og Raula voru að fara að strippa uppá hóteli í næturklúbbnum þar. Við rétt misstum af gellunni, mér og Jóni til mikillar gremju. Stelpurnar fengu þó eitthvað fyrir sinn snúð. Raul sýndi stórkostlega takta við undirleik strákanna í Backstreet Boys. Snemma í showinu var Klara dregin uppá svið og látin sitja í stól. Hjálpaði hún Raul úr fötunum. Hún slapp þó fljótlega. Núna var Raul kominn á nærbuxurnar og Harpa var dregin upp á svið. Hjálpaði hún honum úr brókunum og að launum fékk hún liminn á honum í kinnina undir slæðu. Þær voru afar drukknar og höfðu gaman af. Þær höfðu þó ekki jafn gaman af þessu daginn eftir né þegar myndirnar komu úr framköllun. ‘Jájá, loka þessum strippstöðum’ segja konur landsins.
Þetta var dagur númer 3. Lesið áfram. Hver veit nema ‘Gente di Mare’ komi við sögu á degi fjögur.
<< Home