Dagur 1: Fimmtudagur
Fyrsti og síðasti dagurinn í ferðalagi eru oftast ekkert voðalega skemmtilegir. Hér var engin undantekning á ferðinni. Mér leiðist nefnilega óskaplega að fljúga. Hvort er verra: Ókyrrð í lofti eða grenjandi barn í fjóra tíma? Ég lenti í því seinna og það var algjör martröð.... just bring on the ókyrrð, eins og kaninn segir.
Við komumst þó klakklaust á leiðarenda í Alicante og fengum þar bílaleigubíl af gerðinni Fólksvagn Polo. Fín kerra taldi ég. Kom svo útá hraðbraut þar sem það var 120 km/h hámarkshraði. Ég hélt mig á hægri reininni, og horfði á bílana dúndra framhjá mér á 160 km hraða. Langar þó að geta að umferðarmenning Spánverja á hraðbrautum er til fyrirmyndar, en inní bæ er annað uppá teningnum... kem að því betur á eftir.
Innrituðum okkur inná Gran Hotel Bali um klukkan 21:00 að staðartíma. Fyrstu kynni voru afar góð. Hótelið leit mjög vel út, var vellyktandi og til mikillar fyrirmyndar. Þrumuðum töskunum inná herbergi, hvergi gefið eftir, og beint niður í matsal. Við ætluðum svo sannarlega að fá okkur miðjarðarhafs-hanastél og kjöt sem myndi bráðna uppí okkur eins og smjer í örbylgjuofni. En nei, þetta voru vonbrigði töluverð. Bara þokkalega stórt hlaðborð á Múlakaffi standard. En bjórinn með matnum var góður og reyndist ekki vera sá síðasti í þessari ferð.
Með óbragð í munni en þó glott útí annað tókum við stefnuna á ströndina. Hvergi hikað. Komum fyrst við á mjög lítilli strönd; kannski 350 metrar að lengd. ‘Þetta hlýtur að vera Costa Blanca ströndin’, sagði einhver. Ég vona að það hafi ekki verið ég því seinna komumst við að því að Costa Blanca ströndin er eitthvað annað og miklu meira.... svipað og vera staddur á Hverfisgötunni og segja: ‘Þetta hlýtur að vera Reykjavík’.
Stoppuðum svo stutt á einum bar á Poniente ströndinni þar sem tvær enskar snætur (fleirtala fyrir snót) afgreiddu okkur. Hér talar fólk ensku, hugsaði ég. Reyndist það þó vera hugarburður einn. Þetta kvöld var svo farið snemma í háttinn því það átti aldeilis að grilla sig daginn eftir.
Þetta var fyrsti dagurinn. Endilega lesið áfram. Margt skemmtilegt framundan
Fyrsti og síðasti dagurinn í ferðalagi eru oftast ekkert voðalega skemmtilegir. Hér var engin undantekning á ferðinni. Mér leiðist nefnilega óskaplega að fljúga. Hvort er verra: Ókyrrð í lofti eða grenjandi barn í fjóra tíma? Ég lenti í því seinna og það var algjör martröð.... just bring on the ókyrrð, eins og kaninn segir.
Við komumst þó klakklaust á leiðarenda í Alicante og fengum þar bílaleigubíl af gerðinni Fólksvagn Polo. Fín kerra taldi ég. Kom svo útá hraðbraut þar sem það var 120 km/h hámarkshraði. Ég hélt mig á hægri reininni, og horfði á bílana dúndra framhjá mér á 160 km hraða. Langar þó að geta að umferðarmenning Spánverja á hraðbrautum er til fyrirmyndar, en inní bæ er annað uppá teningnum... kem að því betur á eftir.
Innrituðum okkur inná Gran Hotel Bali um klukkan 21:00 að staðartíma. Fyrstu kynni voru afar góð. Hótelið leit mjög vel út, var vellyktandi og til mikillar fyrirmyndar. Þrumuðum töskunum inná herbergi, hvergi gefið eftir, og beint niður í matsal. Við ætluðum svo sannarlega að fá okkur miðjarðarhafs-hanastél og kjöt sem myndi bráðna uppí okkur eins og smjer í örbylgjuofni. En nei, þetta voru vonbrigði töluverð. Bara þokkalega stórt hlaðborð á Múlakaffi standard. En bjórinn með matnum var góður og reyndist ekki vera sá síðasti í þessari ferð.
Með óbragð í munni en þó glott útí annað tókum við stefnuna á ströndina. Hvergi hikað. Komum fyrst við á mjög lítilli strönd; kannski 350 metrar að lengd. ‘Þetta hlýtur að vera Costa Blanca ströndin’, sagði einhver. Ég vona að það hafi ekki verið ég því seinna komumst við að því að Costa Blanca ströndin er eitthvað annað og miklu meira.... svipað og vera staddur á Hverfisgötunni og segja: ‘Þetta hlýtur að vera Reykjavík’.
Stoppuðum svo stutt á einum bar á Poniente ströndinni þar sem tvær enskar snætur (fleirtala fyrir snót) afgreiddu okkur. Hér talar fólk ensku, hugsaði ég. Reyndist það þó vera hugarburður einn. Þetta kvöld var svo farið snemma í háttinn því það átti aldeilis að grilla sig daginn eftir.
Þetta var fyrsti dagurinn. Endilega lesið áfram. Margt skemmtilegt framundan
<< Home