þriðjudagur, júlí 22, 2003

Bíómyndir...

Ég brá mér í bíó á sunnudaginn ásamt Daníeli Traustasyni, a.k.a. President. Sáum eðalræmuna Pirates of the Caribbean. Johnny Depp fór á kostum og Orlando Bloom úr Lord of the Rings var sætur. Þetta er skemmtileg ævintýramynd sem er keyrð áfram af fullum krafti allan tímann og bara partý. 80/100*.

Sá svo aðra snilldarmynd í sjónvarpinu áðan. Það var myndin Zoolander. Mér finnst þetta ein af fyndnari gamanmyndum sem ég hef séð. Ben Stiller er óborganlegur sem Derek Zoolander og Owen Wilson er æðislegur sem Hansel. Ef þið hafið ekki séð hana þessa þá er bara að drífa sig útá leigu.

Ferðasaga almost ready. Klára vonandi í kvöld.

Rómantískar stundir.

Hagnaðurinn