þriðjudagur, júlí 29, 2003

Bíógagnrýni...

Hagnaðurinn brá sér í bíó fyrir skömmu. Sá Basic. Var ekki alveg viss hvað mér fannst þegar ég gekk út úr bíóinu. En núna er ég viss. Þetta var pretty ömurleg mynd. Ég gær lýsti ég myndinni sem "margslunginni'.

Vissulega var hún margslungin... margslungnar holur í handriti til dæmis. Það fer soldið í taugarnar mínar. Þessar fínustu sem liggja í iljunum og sparka þegar holurnar birtast. Andskotinn hafi það.

Basic er soldið eins og Wild Things. Mynd sem ætlar aldrei að enda og hver fléttan slær þá síðustu út í heimskulegheitum. En Wild Things hafði til brunns að bera nokkur álitleg atriði, ef þið skiljið hvað ég meina... svalir svalir svo bragðgóðar og frískandi

Niðurstaða: Ég mæli með því að þið farið ekki á þessa mynd í bíó. Hins vegar mæli ég með því að þið takið hana á vídjó. Ha, af hverju? Jú, stundum verðum við að horfa á slæmar myndir til að læra að meta þær góðu. Þetta er vissulega slæm mynd, en hún er aldrei leiðinleg.

Ég veit ekki hvert ég er að fara með þetta og hætti því bara hér.

Hagnaðurinn