miðvikudagur, júlí 02, 2003

Af íþróttum...

Fór í golf um helgina ásamt Gráa Viðbjóðinum. Spilað var í Vogum í Vatnsleysu. Veðurfréttamenn landsins höfðu spáð sólskini. Jibbí. En nei, það rigndi allan tímann. Helvítis djöfulsins andskotans helvítis... með Skúla-röddu. Þeir skilja sem skilja.

Anyway, þokkalegur völlur þannig séð, en helvítis kríurnar man. Ég þoli ekki kríur. Mun aldrei spila þarna aftur. Sorry. Kríurnar eða ég? Út með haglarann. Gátum ekki einu sinni spilað síðustu holuna vegna árása. Þetta er ekki boðlegt í skemmtilegustu íþrótt í heimi. Eru kríur í þythokkí?

Þetta voru fréttir af íþróttum.

Góðar stundir.

Hagnaðurinn