miðvikudagur, júlí 02, 2003

Af málefnum...

Ýmislegt í gangi. Fór meðal annars í pool í gær í lágmúlanum. Þokkalegur staður... kom samt heim angandi af sígarettum. Óþolandi andskoti. Spilaði með Gráu Eldingunni og President. Hressir strákar. Tók þá í smá kennslustund. President var ekki ánægður og kallaði mig bara rauðhærðan... já, svona er þetta þegar menn eru komnir í þrot með argument.

Hringdi líka á tjaldsvæðið á Þjórsárdal í dag. Átti að leika pabba stelpna í hópnum mínum ... er ég virkilega orðinn svona gamall? Þar var mér sagt að tjaldsvæðið yrði aðeins opið fyrir fjölskyldufólk um helgina. Ég spurði á móti: 'Þarf að vera krakki til að það sé fjölskylda?' Maðurinn með járnröddina gat ekki svarað því. Hver er skilgreiningin á fjölskylda?

Þetta voru fréttir af málefnum.

Góðar stundir.

Hagnaðurinn